Leifur:
Nafnið kemur fyrir í Landnámu,
fornsögum og fornbréfum. Einn frægasti karl með þessu
nafni er væntanlega Leifur heppni Eiríksson, sem fann Ameríku.
Í byrjun 18. aldar báru tveir menn nafnið en núna
bera 273 nafnið Leifur.
Leifur var fyrsti Evrópumaðurinn til að
stíga fæti í Nýja heiminn. Víkingar fóru
fáar ferðir til Nýja heimsins á eftir Leifi. Því
miður olli það því að uppgötvun hans
var ókunn í nær allri Evrópu.
Leifur fæddist á Íslandi u.þ.b.
960. Hann var sonur Eiríks rauða
og Þjóðhildar Jörundardóttur. Fóstri
Leifs hét Tyrkir og var kallaður Tyrkir suðurmaður.
Tyrkir kenndi Leifi allt sem hann þurfti að kunna.
Eiríkur rauði ákvað að rannsaka
sögusagnir um lönd í vestri svo að Eiríkur
fór með konu sína og börn, nokkra þræla
og nægar vistir og ferðaðist vestur. Nokkrum dögum síðar
komu þeir að nýju landi sem hann nefndi Grænland,
og hóf að byggja búðir.
Þegar
Leifur 24 ára var hann beðinn um að stjórna fyrstu
skipsför sinni. Þessi för var farin til að færa
Ólafi konungi í Noregi gjafir. Loksins, eftir langa för,
sáu þeir nokkrar litlar eyjar, Suðureyjar, og gerðu
sér grein fyrir því að þeir höfðu
siglt lengra suður en ætlunin var. Þar fékk Leifur
húsaskjól hjá foringja eyjarinnar. Þar bjó
einnig dóttir foringjans, Þórgunna. Hún var
talin hafa lært galdra. Áður en Leifur fór til
Noregs sagði Þórgunna honum að hún gengi með
barn hans. Hún sagðist vita að það væri
strákur. Hún átti barnið og nefndi hann Þorgils.
Seinna fór hann til Grænlands og Leifur tók honum opnum
örmum. Þorgils er er eina barnið sem er vitað að
er Leifs. Þórgunna kemur mjög við sögu í
Eyrbyggju.
[Myndina
af Leifi og Þórgunnu teiknaði Karín
Rut.]
Síðan hélt Leifur fór til Noregs
og voru þeir nokkra daga á leiðinni. Konungurinn var svo
hugfanginn af Leifi að hann bauð honum að verða eftir í
Noregi. Leifi fannst engin ástæða til að flýta
sér aftur heim, svo að hann tók því boði.
Í Noregi fékk Leifur mikinn áhuga á kristni.
Hann samþykkti að láta skírast og taka við
nýrri trú. Í ferð sinni til baka, tók hann
með sér prest og breiddi út kristna trú á
Grænlandi.
Seinna ákvað hann að leita þeirra
landa sem Bjarni Herjólfsson hafði talað um. Bjarni sagði
frá því að þoka hefði hulið Pólstjörnuna
svo þeir gátu ekki stýrt skipinu. Þeir sigldu
í marga daga og sáu loksins land, en það var ekki
Grænland, en þeir voru á leið þangað.
Leifur keypti skip Bjarna og hélt af stað með Tyrki og öðrum
mönnum í norðurátt, þeir fylgdu leið Bjarna.
Eftir að hafa siglt upp með vesturströnd Grænlands,
sigldi hann 600 mílur í vestur og fann land með háum
jöklum og klettum. Þeir sigldu að landinu en urðu vonsviknir
því að landið virtist ein risastór hella af
klettum. Þess vegna nefndu þeir landið Helluland,
sem nú er talið vera Baffinsland.
Síðan sigldi Leifur suður og fann annað
land. Honum fannst það vera heldur flatt, með hvítar
strendur og einhverjum trjám. Hann nefndi landið Markland.
Í dag er talið að það sé austurströnd
Kanada. Svo sigldi Leifur í suðaustur í tvo daga og kom
að eyju og meginland við. Á þessu landi virtist döggin
á grasinu eins sæt og hunang. Þar lét hann byggja
skýli.
Leifur
sendi út leiðangurshóp til að kanna landið. Tyrkir
kom ekki til baka úr einni könnunarferðinni. Mennirnir
leituðu hans allan daginn og fundu hann loksins morguninn eftir. Þegar
þeir fundu hann var hann mjög spenntur og babblaði eitthvað
á þýsku. Þegar hann róaðist útskýrði
hann fyrir þeim að hann hafi fundið vínber á
landinu. Leifur skipaði mönnunum sínum að hlaða
vínberjum og timbri á skipið og svo undirbjuggu þeir
sig fyrir veturinn. En veturinn var frekar skrítinn. Þeir
tóku eftir því að dagar og nætur voru jafnlangar.
Leifur gaf landinu nafnið Vínland.
Nú er vitað að Vínland Leifs var þar sem L´Anse
aux Meadows á Nýfundnalandi er í dag. [Myndina
af Tyrki teiknaði Berglind
Rós.]
Heldur óvænt þykir hve fáir
fóru til Vínlands. Vegna þessa var Evrópa að
mestu leyti í myrkrinu hvað uppgötvun Nýja
heimsins áhrærði, um aldir.