Ağalsíğa

Eiríkur rauði og fjölskylda
Eiríkur: Nafnið kemur fyrir í Landnámu, fornsögum og fornbréfum og virðist mjög algengt í manntali. Árið 1703 báru 319 karlar það. Núna eru það 780 sem bera nafnið.


Eiríkur rauði var sonur Þorvalds Ásvaldssonar. Þeir fluttu frá Jaðri til Íslands, og bjuggu að Dröngum þar sem Þorvaldur dó. Eiríkur giftist þá Þjóðhildi Jörundardóttur og átti fjögur börn, sem hétu Þorsteinn, Leifur, Þorvaldur og Freydís, en Þorvaldur og Freydís voru börn hans utan hjónabands.  Þorsteinn bjó hjá föður sínum en Leifur var í Noregi hjá Ólafi Tryggvasyni.


Eiríkur flutti í Haukadal og bjó á Eiríksstöðum hjá Vatnshorni.  [Hér til vinstri sést mynd af endurgerðum bæ Eiríks þar].  Eiríkur var svo gerður brottrækur úr Haukadal því þrælar hans felldu skriðu á bæ Valþjófs á Valþjófsstöðum.  Eiríkur nam þá Brokey og Öxney og bjó að Tröðum í Suðurey fyrsta veturinn. 
 

Þá lánaði hann Þorgesti setstokka sína og fór síðan til Öxneyjar og bjó á Eiríksstöðum.   Eiríkur ætlaði svo að sækja setstokkana, en Þorgestur neitaði að láta hann fá þá svo þeir byrjuðu að berjast, en þá drap Eiríkur tvo syni Þorgests.   Eiríkur náði að lauma sér burt af eyjunum meðan Þorgestur var að leita að honum.  Eiríkur fór af eyjunum og sagðist ætla að halda að Gunnbjarnarskeri.  [Á myndinni sést eftirlíking af þessum frægu setstokkum.  Myndin er tekin á Eiríksstöðum í Haukadal og það eru þær Guðmundína Arndís og Nanna Mjöll sem prýða setið.]

Sigldi Eiríkur áfram og var sinn fyrsta vetur í Eiríksey. Vorið eftir fór hann til Eiríksfjarðar og settist þar að, þar fór hann um eystri óbyggðina og gaf mörgum stöðum örnefni. Annan veturinn var hann í Eiríkshólmum, en þriðja veturinn í Eiríksey. Sumarið eftir fór hann til Íslands og kom í Breiðafjörð, þar var hann var með Ingólfi á Hólmlátri. Síðan um vorið börðust þeir Þorgestur aftur og endaði með því að Eiríkur tapar, og eftir það sættust þeir. Sama sumar fór Eiríkur að byggja land sem hann hafði fundið og kallaði hann það Grænland, til að nafnið myndi heilla menn og laða þá að landinu. Eiríkur bjó þá í Brattahlíð

Leifur heppni átti eftir að koma heim til Grænlands og láta fólk þar taka upp kristna trú. Það gerðu flestir en Eiríkur harðneitaði, en Þjóðhildur kona hans tók upp þann sið og lét reisa kirkju nálægt bænum, og hét hún Þjóðhildarkirkja.  Þjóðhildur vildi ekki sofa hjá Eiríki vegna þess að hann tók ekki kristna trú. 

Eiríkur ætlaði að fara með Þorsteini, syni sínum, að finna lönd, en datt af baki og brotnuðu rifin í síðunni og öxlin fór úr lið, en samt fór hann og sigldu þeir út úr Eiríksfirði en komust aldrei til Vínlands. [Myndina teiknaði Berglind Rós.]
 
 
 

Um veturinn fóru þeir heim í Brattahlíð. Þorfinnur karlsefni kemur til sögu og Eiríkur sýnir þvílíka stórmennsku að bjóða Þorfinni og fullt af mönnum að vera hjá sér um veturinn í Brattahlíð. Er dró að jólum fór Eiríkur í þunglyndi því hann átti ekkert öl, en Þorfinnur reddaði því fyrir hann. Þorfinnur biður Guðríðar, en Þorbjörn, pabbi hennar, og Þorsteinn, sonur Eiríks, dóu nær samtíma og tók Eiríkur við Guðríði og tekur Eiríkur vel í giftinguna. [Myndina teiknaði Karín Rut.]

Leifur ákveður að fara að finna löndin sem Bjarni Herjólfsson fann en steig ekki á, og vill að faðir sinn komi með sér. Eiríkur rauði vill það síður en lætur það undan Leifi. Á leiðinni að skipinu datt Eiríkur af baki og slasaðist á fæti, og þá sagði Eiríkur að honum væri ekki ætlað að finna fleiri lönd. Fór þá Eiríkur heim í Brattahlíð.

Leifur heppni fann fimmtán menn á skeri, á leiðinni heim, og fór með þá til Eiríks í Brattahlíð. Þann vetur kom sótt í lið þessara fimmtán manna, og dó þá einnig Eiríkur rauði.
 

Heimild:  Vestur til Vínlands; Grænlendingasaga og Eiríks saga rauða. Eysteinn Sigurðsson bjó til prentunar. IÐNÚ. 1992
 

 

English Page - Landnám - Staðhættir - Persónur - Sagnfræði - Hugleiðingar - Nemendur - Aðalsíða