Ađalsíđa

Þorfinnur karlsefni
 
Þorfinnur: Nafnið kemur fyrir í Landnámu og Íslendingasögum, einnig í Sturlungu og í fornbréfum frá 14. öld. Í manntali 1703 báru 11 karlar nafnið. Nú bera 47 karlar nafnið Þorfinnur.


„Maður hét Þorfinnur karlsefni, sonur Þórðar hesthöfða, er bjó í Reynisnesi er nú er kallað.
Karlsefni var ættgóður maður og auðigur að fé.“ (528, Íslendingasögur)

Eitt sumar bjó hann skip sitt og sigldi til Grænlands. Hann kom að Brattahlíð á bæ Eiríks rauða. Eiríkur býður Karlsefni og mönnum hans að vera hjá sér yfir veturinn. Um vorið gengur Þorfinnur karlsefni að eiga Guðríði, ekkju Þorsteins, eins sona Eiríks rauða. (Ef til vil litu þau eitthvað svipað út og þessi hjón sem prýða Víkingasafnið í Ribe, Danmörku.  Harpa tók myndina.)

Um vorið fer Karlsefni, ásamt konu sinni, með mikið lið til þess að kanna Ameríku. Hann dvelst þar í nokkur ár og hefur vöruskipti við skrælingja. Á endanum verður bardagi milli liðs Karlsefnis og skrælingja. Skrælingjar hafa betur í þessari viðureign og flýja menn  Karlsefnis til Grænlands. Á leiðinni töldu þeir sig finna Einfætingaland þar sem byggi bara einfætt fólk. Í þessari ferð Karlsefnis eignuðust þau Karlsefni og Guðríður son sem hét Snorri. Hann er fyrsti Evrópumaðurinn sem er fæddur í Ameríku.

Þorfinnur karlsefni og Guðríður fóru síðan til Íslands og bjuggu í Reynisnesi. Frá þeim eru komnir þrír biskupar á Íslandi, þeir Þorlákur Runólfsson, Björn Gilsson og Brandur Sæmundsson.
 


 

English Page - Landnám - Staðhættir - Persónur - Sagnfræði - Hugleiðingar - Nemendur - Aðalsíða