Ağalsíğa

Fyrstu fundir indjána og hvítra manna
Hvað fannst þeim?

Hugleiðing mín er um indjána, og hvað þeim fannst um hvítu mennina, þegar þeir stigu fyrst á land þeirra.

Af sögunum að dæma virðist sem að indjánunum hafi bara þótt það forvitnilegt að fá þessa ljósu framandi menn inn í landið sitt, með nýja siði og menningu og með marga framandi hluti.  Þeir vildu frekar vingast við þá heldur en berjast, allavega vildu þeir hvítu mönnunum ekkert illt.  Þvert á móti.  Þeir vildu hafa vöruskipti við þá,  þannig að báðir aðilar nutu góðs af. [Fyrirsætan á myndinni heitir Lilja og er 10 ára.  Petrína tók myndina.]

En auðvitað voru þeir hræddir við þessa volduga menn,  með öll þessi vopn sem indjánarnir höfðu aldrei áður séð og kunnu ekki að meðhöndla.  Enda þurfti ekki mikið til þess að reita indjánana til reiði. 

Það voru frekar hvítu mennirnir sem voru vondir og litu eitthvað stórt á sig eins og kemur fram í Grænlendingasögu þegar Þorvaldur og menn hans ráðast á níu sofandi indjána og ætla að drepa þá; þeir ná að drepa átta en einn indjáni komst undan.  Þetta sýnir hvað hvítu mennirnir gátu verið grimmir. 

Það kemur fram í báðum sögunum að hvítu mennirnir byrji alltaf bardaga.  Indjánarnir byrjuðu aldrei nema ef þeir höfðu orðið fyrir einhverju áreiti frá hvítu mönnunum fyrst.  Þeir vildu einfaldlega bara vingast við þá.  Og búa þarna í sátt og samlyndi.


[Lilja, 10 ára.  Petrína tók myndina.]



 
 
 
 

English Page - Landnám - Staðhættir - Persónur - Sagnfræði - Hugleiðingar - Nemendur - Aðalsíða