Ağalsíğa

Þorbjörg lítilvölva
 
Þorbjörg var spákona og var hún því kölluð lítilvölva. Hún átti níu systur sem allar höfðu verið spákonur, en Þorbjörg var ein eftir á lífi.

Á veturna var Þorbjörg vön að ferðast á milli bæja og segja mönnum forlög sín ef þeir voru tilbúnir að borga. Það fór eftir því hversu forvitnir menn voru um að vita forlög sín og hversu mikið þeir voru tilbúnir að borga.

Einn daginn bauð Þorkell Eiríksson Þorbjörgu lítilvölvu heim. Eins og oftast var gert á sveitabæjunum þar sem Þorbjörg kom í heimsókn þá var henni útbúið hásæti sem var með hænsnafiðri í.

Morguninn eftir, þegar Þorbjörg var að fara að búa til seið og spá fyrir mönnunum, þá var hún í blárri kvenyfirhöfn með hálsböndum og var hann með steinum. Um hálsinn hafði hún glertölur og svarta kollhúfu úr lambaskinni á höfði en innan í var kattskinn hvítt og var hún einnig með einhvers konar töfrastaf sem var með kúlu á endanum gerð úr messing. Þorbjörg hafði um sig eins konar belti og á því var stór skjóðupungur, í honum varðveitti hún töfragripi sína sem hún þurfti að hafa til fróðleiks. Hún var í kálfskinnskóm og hafði langa þvengi. Og hún var með kattskinnsvettlinga sem voru hvítir og loðnir að innan.
[Myndina af potti yfir eldi teiknaði Gerður.]

Til að búa til seiðinn hafði hún messingspón og hníf með tannskafti, tvíhólkaðan og var brotinn oddurinn. Einnig þurfti hún konu til að syngja Varðlokur, en Guðríður tók það hlutverk að sér og gerði það sérlega vel.

Að því loknu fékk Þorbjörg borgað og hélt svo áfram heimsóknum sínum milli sveitabæja.
 
 

English Page - Landnám - Staðhættir - Persónur - Sagnfræði - Hugleiðingar - Nemendur - Aðalsíða