|
|
Íslendingabók er elsta sagnaritið um sögu Íslands. Hún fjallar um sögu landsins frá upphafi og allt til ársins 1120. Rit þetta er mjög verðmætt og er ein merkasta heimild Íslands um þennan tíma. Segir hún frá dvöl papa, írskra einsetumunka, á Íslandi, frá landnámi Íslands, frá stofnun Alþingis o.m.fl. Íslendingabók er skrifuð um 1130 af Ara fróða Þorgilssyni. |
English Page - Landnám - Staðhættir - Persónur - Sagnfræði - Hugleiðingar - Nemendur - Aðalsíða