Hvað er berserkur?

Af hverju stafar berserksgangur?

Berserkir í samfélagi víkinga

Ætt Egils;  Úlfar og berserkir?

Heimildir
 
 

Hvergi er beinlínis sagt í Eglu að Egill hafi sjálfur verið berserkur.  Á hann rann þó einhvers konar æði, t.d. þegar hann kom frá því að vega Berg-Önund o.fl. (þar sem hann þóttist reyndar vera björn í skógi  ;-) og rakst á Rögnvald konungsson á bakaleiðinni, nánast af tilviljun.  Þá var Egill „allreiður svo ekki mátti við hann mæla“ og „hét á menn sína að þeir skyldu engan láta með lífi á brott komast“.  Og þegar Egill „fer hermannlega“, eins og hann kallar það, brytjar hann  fólk stjórnlaust niður. Útlit Egils, sem gat verið skelfilegt á stundum (sbr. 55. kafla, í veislu Aðalsteins Englandskonungs), minnir óneitanlega á berserki.

Forfeður Egils voru margir berserkir eða hamrammir.  Skallagrímur faðir hans var hamrammur, sbr. 40. kafla þegar lá við að hann dræpi Egil.  Kveld-Úlfur var hamrammur og drógu eftirköstin af slíku æði hann til bana (sbr. 27. kafla).  Berðlu-Kári, móðurafi Egils, var berserkur.  Er ekki ólíklegt að Egill hafi erft þessa eðlisþætti eins og svo marga aðra úr karllegg ættarinnar.  Ekki er alveg ljóst hvor berserkur og hamremmi vísa til hins sama en hér verður gengið út frá því að svo sé.
 

 
Uppfært í apríl 2010
Harpa Hreinsdóttir