Berserkir

Hvað er berserkur?

Af hverju stafar berserksgangur?

Berserkir í samfélagi víkinga

Heimildir

 

Annað nafn á berserkjum er úlfhéðinn, sem þýðir úlfsfeldur.

Úlfsnafnið er falið í sumum nöfnum í ætt Egils, þ.e. Kveld - Úlfs og Þór-úlfs.  Faðir Kveldúlfs hét Bjálfi en það merkir skinnfeldur. Kveldúlfur var hamrammur. Þótt ekki sé þess beinlínis getið að Þórólfarnir tveir hafi verið hamrammir þá bendir lýsingin á framgöngu Þórólfs Skallagrímssonar í orustunni á Vínuheiði til þess, þegar hann gerðist óður og brytjaði menn niður á líkan hátt og faðir hans og afi höguðu sér á skipi Guttorms. (Sjá 53.  kafla og 27. kafla)

„Í þjóðtrú hafa geymst margar sagnir af úlfum.  Þeir eru sagðir slæg dýr, firnasterk og umfram allt gráðugir.  Enda þótt þeir eigi sér marga fjandmenn í ríki náttúrunnar verður sjálfsbjargarhvöt þeirra flestu yfirsterkari og því var talið að þeir yrðu mjög gamlir.  Lýsing Kveld-Úlfs, og reyndar einnig Skalla-Gríms, minnir og á sagnir af varúlfum, skepnum sem eru menn á daginn en breytast í úlfa þegar sól er sest.“ (Bergljót Kristjánsdóttir og Svanhildur Óskarsdóttir.  1992,  s. xxiii.)

Í lýsingu á Agli  (í kafla 55) er þess getið að hár hans hafi verið „úlfgrátt“.  Frásögnin af því þegar hann bítur Atla hinn skamma á barkann leiðir líka óneitanlega hugann að firnasterkum úlfi (sbr. 67. kafla). 
 

 
Uppfært í apríl 2010
Harpa Hreinsdóttir