[Egill Skallagrímsson] [Egill í Sýberíu]
 



 

Andfélagslegur persónuleiki (ASPD eða antisocial personality disorder) lýsir sér í því að reglur og siðir samfélagsins eru virt að vettugi með tilheyrandi samviskuleysi. Rekja má andfélagslegt athæfi aftur í barnæsku.  „Þá eru árásargirni og hvatvísi afar áberandi.  Einnig má nefna samviskuleysi í kjölfar hegðunar sem að öllu jöfnu hreyfir við samvisku flestra, vangetu til að mynda djúp og varanleg tilfinningatengsl og að ganga illa að læra af reynslunni.  Þessa persónuleikagerð er að finna í öllum stéttum samfélagsins.  Oft geta þeir náð langt og verið áberandi í samfélaginu.“ (Hörður Þorgilsson. 1993:497-498)

Andfélagslegum persónuleika geta fylgt aðrir þættir, s.s. þunglyndi og fíkn. Reyndar eru sterk  tengsl millli andfélagslegs persónuleika og alkohólisma af gerð II, skv. sumum rannsóknum. (Alcohol Alert nr.14)
 
 

Árásargirni í garð fólks og dýra, strax í æsku eða bernsku.

Verður auðveldlega pirraður og árásargjarn, sem m.a. lýsir sér í endurteknum slagsmálum eða árásum.

Þolir afar illa mótlæti og hættir mjög til árásargirni og meðfylgjandi ofbeldis.

 


Í bernsku er sagt um Egil: „Heldur var hann illur viðureignar er hann var í leikum með öðrum ungmennum.“  (31. kafli) og „Var hann kappsamur mjög og reiðinn en allir kunnu það að kenna sonum sínum að þeir vægðu fyrir Agli.“ (40.  kafli)   Þegar hann laut í gras fyrir Grími Heggssyni, í knattleik, sótti Egill öxi og vó Grím.  Þá var Egill tæpra 7 ára. (40. kafli)  Mýmörg önnur dæmi má finna um ofbeldisfull viðbrögð Egils við mótlæti.
Alvarleg og endurtekin brot á reglum, t.d. að lúta ekki aga foreldra.

Sýnir mikið skeytingarleysi og virðingarleysi fyrir hefðum, reglum og skyldum samfélagsins.

Getur ekki ekki hlýtt reglum ...

 

Fræg er óhlýðni Egils við föður sinn þegar hann þverskallaðist við að sitja heima og paufaðist sjálfur í veislu til afa síns á Álftanesi, þriggja ára gamall.  (31. kafli)
Árásargirni í garð fólks ...

Sýnir öðrum algert tillitsleysi

Hættir til árásargirni og meðfylgjandi ofbeldis.

Er hvatvís ...

Þegar Egill var 12 ára vó hann verkstjóra föður síns.  Sá hafði ekkert gert á hluta hans en Egill vildi hefna Brákar, fóstru sinnar, sem Skallagrímur hafði drepið.  Atburðurinn gerist afar hratt: „En er Skalla-Grímur hafði sest undir borð og alþýða manna þá var Egill eigi kominn í sæti sitt.  Þá gekk hann inn í eldahús og að þeim manni er þar hafði þá verkstjórn og fjárforráð með Skalla-Grími og honum var kærastur.  Egill hjó hann banahögg og gekk síðan til sætis síns. En Skalla-Grímur ræddi þá ekki um og var það mál þaðan af kyrrt ...“ (40. kafli)
Vísvitandi eyðilegging eigna

Alvarleg og endurtekin brot á reglum
 

Algert tillitsleysi í garð annarra

Er ófær um að finna til sektar og að læra af reynslunni, einkum refsingum

Iðrast ekki misgjörða í garð annarra
 
 
 

 

Egill vildi fara með Þórólfi, bróður sínum, til Noregs en Þórólfur virðist hafa þekkt skefjalausa óþekkt og óhlýðni Egils heima fyrir og harðneitaði að lofa honum með; „Ef faðir þinn þykist ekki mega um þig tæla hér í híbýlum sínum þá ber ég eigi traust til þess að hafa þig utanlendis með mér ... “  Nóttina eftir hjó Egill á landfestar skips Þórólfs, í brjáluðu veðri,  og var mesta mildi að skipið brotnaði ekki í spón.  Þegar menn skömmuðu Egil fyrir tiltækið svaraði hann því til  „að hann skyldi skammt til láta að gera Þórólfi meira skaða og spellvirki ef hann vildi eigi flytja hann í brott.“  Varla þarf að taka fram að Egill fékk sínu framgengt! (40. kafli)
Er hvatvís og getur ekki hugsað fram í tímann

Þolir illa mótlæti og hættir mjög til árásargirni og meðfylgjandi ofbeldis

Skeytir ekkert um öryggi sitt eða annarra

Iðrast ekki ...

Agli er ósýnt um að hugsa um afleiðingar gerða sinna.  Þetta sést t.d. þegar hann vegur Atleyjar-Bárð, sem hafði reyndar gert sitt besta til að espa Egil upp, en Bárður var bæði embættismaður og sérstakur vinur norsku konungshjónanna.  (44. kafli)  Einnig má nefna þegar Egill ræðst á skip Eyvindar skreyju, bróður Gunnhildar drottningar, og girðir þannig fyrir landvist í Noregi að sinni, eða eins og Þórólfur segir:  „Þetta ætla eg yður svo hafa gert að oss mun ekki haustlangt ráð að fara til Noregs.“ Egill segist þá bara fara eitthvert annað! (49. kafli)
Sýnir stöðugt ábyrgðarleysi,  getur t.d. ekki haldið vinnu ... Tvisvar fær Egill starfstilboð frá Aðalsteini Englandskonungi og í bæði skiptin kemur hann sér undan því að þiggja fast starf á Englandi. (55. og 64. kafli)  Kannski gerir Egill sér að einhverju leyti grein fyrir að honum henti best að vera sjálfs síns herra?
Er ófær um að viðhalda tilfinningatengslum við aðra ... Kalt var milli Egils og föður hans og stundum töluðust þeir ekki einu sinni við langtímum saman. (40. kafli)  Sömuleiðis unni Egill syni sínum, Þorsteini,  lítið. (82. kafli).  Örfáar persónur ná að mynda einhver tilfinningatengsl við Egil og ekki er ljóst að hve miklu leyti honum tókst að þykja vænt um þessar persónur, nema kannski helst Böðvar, soninn sem hann missti.  Egill er einfari og á fáa vini.
Vill gjarna kenna öðrum um eða finna sökudólga þegar eigin hegðun veldur vandræðum

Sýnir óæskilega hegðun með drykkju, er dónlegur og ruddalegur og skiptir skapi mjög snögglega.
 

Egill hagaði sér skelfilega þegar hann ældi framan í Ármóð skegg, sem kúgaðist á móti.  Síðan reyndi Egill að réttlæta verknaðinn með: „Ekki er að hallmæla mér um þetta þótt eg geri sem bóndi gerir.  Spýr hann af öllu afli ekki síður en eg.“ (73. kafli)
 

Uppfært í apríl 2010
Harpa Hreinsdóttir