Farin – hætt – logguð út

  Af persónulegum ástæðum hef ég lokað blogginu.

Lesendum mínum þakka ég samskiptin á liðnum árum og bið þá vel að lifa!

Harpa

26 Thoughts on “Farin – hætt – logguð út

  1. Æ, ekki gera þetta! Ég var að enda við að lesa alveg frábæra syrpu af bloggum á Google Reader um þurrabúðarferð, HKL, skottulækningar, blá blóm, Stefán Ólafsson og ættfræði þegar ég sé að get ekki kommentað við neitt einasta af þeim!

    Jæja, ég býst við að ég verði að taka því sem hverju öðru hundsbiti.

  2. Vertu þá sæl og blessuð og takk fyrir vefsamskiptin á liðnum árum!

  3. Þakka þér fyrir skrifin, þau hafa hjálpað mér að átta mig á ýmsu sem ég þurfti að skilja.

  4. Það er leitt að eitthvert skemmtilegasta og best skrifaða blogg landsins skuli vera hætt. En hefðu gömlu færslurnar ekki mátt standa áfram?

    Skil þig annars vel. Bloggsamfélagið er um margt óttaleg rotþró sem maður vill stundum ekki vera hluti af.

    Ætli ég hætti ekki fljótlega sjálfur?

    Kær kveðja á Skagann!

    Orri.

  5. Takk fyrir mig, þín verður saknað.

  6. Eyrún Guðmundsdóttir on May 14, 2008 at 15:29 said:

    Takk fyrir skrifin Harpa, ég hef verið lesandi þinn nú um nokkra hríð. Ferlegt að þú skulir skrúfa fyrir þetta öndvegisblogg, vonandi verður það ekki til frambúðar.

  7. Harpa on May 14, 2008 at 18:49 said:

    Þakka ykkur hlýlegar kveðjur. Ég var búin að fá mig fullsadda af rætni og illmælgi. Mun snúa mér að kvenlegri tómstundaiðju.

  8. Ásta Magnúsdóttir on May 14, 2008 at 19:21 said:

    Sæl Harpa.
    Mér finnst mjög leiðinlegt að sjá að þú ert hætt að blogga.
    Ég vildi bara nota tækifærið og þakka þér fyrir skemmtilegt blogg sem ég er búnað vera að lesa síðan ég var í menntaskóla Fannst alveg einstaklega gaman að vera ósammála þér- og stundum sammála!
    Glósurnar þínar komu mér (og mjög mörgum öðrum) alveg klárlega í gengum nokkra áfanga og ég vildi bara þakka þér fyrir að hafa þær svona aðgengilegar.

    Óska þér alls hins besta.

  9. JóhannaH on May 15, 2008 at 00:25 said:

    Það er leitt að þeir skrifandi hætti að blogga og hinir ekki. Hef lesið bloggið reglulega en sjaldan látið í mér heyra. Vona samt heitt og innilega að þú takir bara pásu. Hættir ekki. Kær kveðja

  10. Gunnar D on May 15, 2008 at 08:18 said:

    Takk fyrir skrifin sem ávallt hefur verið áhugavert að lesa. Hef líka stolist til að nota glósurnar þínar þegar ég var að lesa Njálu í vetur, takk fyrir þær líka. Vonandi á þér eftir að snúast hugur, og að þjóðarsmásálirnar skammist sín. Bestu kveðjur frá Noregi.

  11. Til hamingju með að vera hætt , las stundum skrif þín. Er sjálfur orðin hamingjusamur fyrrverandi bloggari frá 30 apríl og bara feginn að vera laus úr þessari blogg-hringekju. Og horfi bara á hitt fólkið fara blog- hring eftir hring eftir hring .. til hvers ?

  12. Eins og ég segir, þá sjaldan sem ég bregð mér erlendis gerist eitthvað hræðilegt. Síðast sprakk meirihlutinn í Reykjavík og við fengum borgarstjóra í boði Sjálfstæðisflokksins, og núna lokar þú blogginu þínu…

  13. Ég á svo sannarlega eftir að sakna þín, Harpa. Þú ert sérlega góður penni svo “bloggheimar” eiga eftir að sakna þín.
    P.s. Er ekki nóg að taka bara dulitla pásu og koma síðan inn aftur af fullum krafti! Kveðjur.

  14. Carlos on May 19, 2008 at 17:05 said:

    Takk fyrir skrifin og allt. Ég á eftir að sakna þín og pistla þinna um skólastarf. Þú hefur oftar en einu sinni hitt naglann á höfuðið að mínu viti og eitt gullkorna þinna, um að ráð sé að beita börnin á bækur frekar en tölvu er eitt af mínum uppáhalds.

  15. guðný anna on May 19, 2008 at 22:54 said:

    Mikið mun ég sakna skrifanna þinna, Harpa. Hafðu það gott og þakka þér fyrir pistla þína og pælingar.

  16. Sunna Njálsdóttir on May 21, 2008 at 22:05 said:

    Takk fyrir góð skrif og vísanir í hitt og þetta. Ég mun sakna þeirra. Ef þú ekki byrjar á bloggi fljótlega aftur má maður kanske eiga von á bók eða pistlaskrifum einhversstaðar?
    Kveðja og hafðu það gott. Sunna

  17. Kristjana on May 22, 2008 at 10:17 said:

    Takk fyrir skrifin, þú hefur lagt svo mikið af mörkum og þín verður saknað. Einstök skrif sem hafa hjálpað ótrúlega mörgum.

  18. Ása Björk Snorradóttir on May 22, 2008 at 13:53 said:

    ‘Agæta bloggynja! Ég hef verið dyggur aðdánadi þinn lengi. Allar götur síðan þú sýndir okkur nokkrum kennurum útsaumuðu myndina af pabba þínum á UMþingi í MH 2002!
    Ég mun sakna þín og þinna góðu pistla. Vegni þér vel. Kveðja Ása Björk Snorradóttir

  19. gua on May 26, 2008 at 13:33 said:

    Æ geturu ekki bara læst blogginu þínu og leyft okkur sem elskum að lesa bloggið þitt að fá aðgang 🙂 mér liður eins og ég hafi misst vin. En bestu kveðjur samt og vegni þér vel.

    kveðja gua

  20. Harpa on May 27, 2008 at 12:13 said:

    E.t.v. snýst mér einhvern tíma hugur … en sem stendur er ég að lesa bloggið mitt, sjálfsagt á annað þúsund síður.

  21. Ása on May 27, 2008 at 13:39 said:

    Vonandi verður það fyrr en seinna.
    Hjartans þakkir fyrir öll þín góðu skrif, þau vörpuðu nýju ljósi á “veðrabrigði” lífsins.

  22. Soffía on May 28, 2008 at 17:09 said:

    Ég vona innilega að þú takir aftur upp á því að blogga. Þú ert mjög skemmtilegur penni og þó ég sé ekki alltaf sammála því sem ég les þá hefur það alltént verið skemmtileg lesning. Bæði bloggið þitt og síðurnar um námsefnið hafa hjálpað mér persónulega og í skóla. Hugheilar kveðjur, Soffía

  23. Alma Lilja Ævarsdóttir on June 12, 2008 at 21:02 said:

    Æi….jæja þá. Farvel og gangi þér vel og takk innilega fyrir bloggið þitt.
    Kveðja Alma Lilja

  24. María Anna Þorseinsdóttir on June 28, 2008 at 02:13 said:

    Sæl Harpa. Þú ættir ekki að blogga meir, frekar skrifa bók um glímu þína við sjúkdóminn. Og kannski líka um handavinnu!
    Ég les aldrei blogg en lenti á þér þegar ég gúgglaði ,,fljótaskrift”. Hef ,,skoðað” þig 3hvern mánuð til að fylgjast með veikindum þínum og furðað mig á því hvernig þú hefur hleypt öllum inn í þitt einkalíf. Ég vil þakka þér fyrir að gefa mér innsýn í heim þunglyndis og ekki síst fyrir frábært frumkvöðlastarf á sviði kennslu með hjálp tölvutækninnar.
    Hvernig í veröldinni datt þér í hug að vinna upp stafréttan texta Bjarna Gissurarsonar?
    Kv. María Anna

  25. Hæ María Anna og fleiri

    Ég hef nýlokið við að lesa ævisögu mína frá árunum 2004-2008. Útprentuð er hún um 1.500 síður. (Þetta er sumsé bloggið mitt.) Þarna fræddist ég um heilan helling, úr lífi mínu og annarra, sem og bækur sem ég virðist hafa fallið fyrir og þyrfti þá að lesa aftur. Og nú get ég verið staðari en nokkru sinni fyrr þá fræðingar halda fram “magni minnisleysis eftir raflost” – blessunarlega á ég líf mitt skjalfest og sé hvurslags bull rennur upp úr þeim.

    Var að spá í bók og byrjuð undirbúning en fékk svo lauslega takkaýtingu (bara pínu push) og endurhugsaði málið. Endurhugsunin byggðist á: “Nenni ég þessu?” Niðustaðan var að fresta ákvörðun og vinnu.

    Svo merkilegt sem það nú er strokaðist ég út sem frumkvöðull í notkun tölva í kennslu um svipað leyti og ég fór að veikjast alvarlega. Kannski bara tilviljun en e.t.v. hafa móðurmálskennarar oggulítinn fordóm, svona einn og einn? Af því ég þurfti að læra á Word og allt annað upp á nýtt eftir fyrri stuðin var mér svo sem sama þótt ég teldist ekki frumkvöðull meir 😉

    Elskan hann Bjarni var svo bjartsýnn og mikill vinur sólarinnar að mér datt í hug að vinna MA verkefni um hann. Hafði skrifað stutta ritgerð um Sólarsýn, í kúrsi á haustönninni. Þar sem ljóst var að ég myndi veikjast æ meir á vorönninni vantaði mig afmarkað verkefni, ekki mjög leiðinlegt og sem að hluta byggðist á hugsunarlausri sjálfvirkni. Það að skrifa upp stafréttan texta þannig að textinn er keyrður í einni tölvu og slegið inn í aðra tölvu, plús hversu auðvelt er að búa til “dulmálslykil” með úrklippulista úr handriti er einmitt svona hugsunarlaust verkefni.

    Einhvern veginn tókst mér að heimsækja Jón Samsonarson á Grund, virkandi nokk normal, og svo hraðvann ég allt sem ég gat á þessum 1 – 2 tímum sem mér voru gefnir geðfrískri á morgnana. Einhvern veginn tókst að klambra saman verkinu á þremur mánuðum, en það kostaði það að þiggja enga aðstoð kennara (ég mátti ekki vera að því að bíða eftir þeim).

    Þetta tókst allt í tæka tíð (áður en ég yrði alveg stjörf) og um leið og ritgerðinni hafði verið skilað fór ég í þriggja vikna raflostmeðferð, sem þrátt yfir að vera einskauta + ennisblað í þetta sinn, strokaði ritgerðina og þá vinnu nokkurn veginn alveg út. Ég kíkt á þessa ritgerð þegar ég var að laga til í hillum einhvern tíma í vor og sýndist hún sosum allt í lagi – þótt ég hafi ekki nennt að lesa hana.

  26. María Anna Þorseinsdóttir on July 7, 2008 at 05:39 said:

    Þu ert nu meiri kerlingin. Ég fékk mér í glas þegar ég las skrifin þin og meika ekki meira í bili.
    Sisters in arms

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Post Navigation