HARPA

Ég pantaði mér tíma í klippingu og skverun, núna rétt áðan. Þekkti strax á röddinni að ég væri að tala við Hörpu, fyrrum nemanda minn en núverandi hárgreiðslukonu.  Það var laus tími hjá nema, á morgun.  Við Harpa vógum þetta og mátum sem svo að ekki væru hundrað í hættunni því engar stórfelldar breytingar á lit og klippingu væru á dagskrá. Ég hafði áhyggjur af því að nemanum þætti óþægilegt að klippa kennara (fyrrverandi sinn) en Harpa á hárgreiðslustofunni taldi það ekkert mál.  Svona í lokin spurði ég: “Hvað heitir svo neminn?” … Viljið þið giska?  Neminn heitir Harpa!

Þetta veit sennilega á stórtíðindi!

P.s. Og systir mín er flutt í kósí múmínhúsið á Hörpugötu, númer “afmælisdagurinn_minn” 😉 

2 Thoughts on “HARPA

  1. Hamingjuóskir til systur þinnar – mig hefur nefnilega alltaf langað að búa við Hörpugötu…

  2. Þegar á hárgreiðsluhúsið var komið fattaðist að Harpa sem svaraði í símann var sama Harpa og höndlaði hárið … sem hún gerði mjög vel og ég er ægifögur 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Post Navigation