Meyr

sitjandi við tölvuna og veltandi fyrir mér hvað skilur milli lífs og dauða. Það er engin regla í því hvurn sláttumaðurinn slyngi velur:

Dauðinn má svo með sanni
samlíkjast, þykir mér,
slyngum þeim sláttumanni,
er slær allt, hvað fyrir er:
grösin og jurtir grænar,
glóandi blómstrið frítt,
reyr, stör sem rósir vænar
reiknar hann jafnfánýtt.

 

Þegar ég fékk fréttirnar af frænku minni sat ég og starði á skjáinn heillanga stund – svo komu tárin. Ég treysti mér ekki til að setja upp fés og kenna eftir hádegi heldur boðaði forföll. Nú er ekki svo að ég hafi þekkt þessa frænku mína náið – sennilega höfum við örsjaldan sést. En ég þekki til hennar; mömmu, ömmu og aðra.  Það er ótrúlega margt búið að leggja á þessa fjölskyldu!

Ég er ennþá meyr inni í mér og hef mig ekki til nokkurs hlutar.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Post Navigation