Saga Akraness og Saga Sögu Akraness

Það liggur nokkur straumur af Eyjunni inn á bloggið mitt núna, í tilefni fréttar af viðbrögðum Páls Baldvins Baldvinssonar við hótunum og ummælum míns góða bæjarstjóra o.fl. sem tengjast Sögu Akraness.

Ég bloggaði á sínum tíma færsluröð um Sögu Sögu Akraness, sem sést í færsluflokkun til hægri á þessu bloggi. En lesendum sem hingað rata af Eyjunni akkúrat núna til hægðarauka bendi ég á:

Hér má hlaða niður flestöllum færslum um Sögu Sögu Akraness í einu pdf-skjali (sem er mun þægilegra að lesa en færslurnar í bloggumhverfinu).

Hér er Fjórðungsdómur um 18 marka bók (hann er að sjálfsögðu einnig að finna í pdf-skjalinu). Ég vek athygli á því að Páll Baldvin skrifaði sinn ritdóm óháðan þessari færslu (þótt mínum ágæta bæjarstjóra hafi dottið annað í hug) og að þessi fjórðungsdómur er ekki alvöru ritdómur því ég komst aldrei yfir nema hluta Sögu Akraness I, þá gafst ég hreinlega upp á að lesa textann og horfa á stolnu myndirnar. Fjórðungsdómnum var líka aldrei annað ætlað en vera smá innskot í sögu sagnaritunarinnar og ótrúlegan peningaaustur í sagnaritara sem aldrei stóð skil skv. samningum, vangaveltur um hverjir í bæjarapparatinu bæru mesta ábyrgð á sukkinu og hvers vegna o.s.fr.

Hér er Körlunum svarað, þ.e.a.s. færsla þar sem ég svara harmatölum Ritnefndar um sögu Akraness, bæjarstjórans Árna Múla og langloku Gunnlaugs Haraldssonar, sem tóku drjúgan skerf af Skessuhorni vikuna eftir að Fjórðungsdómurinn birtist. Ég kræki í það af þeirra efni sem er aðgengilegt á vef.

Efst í færsluflokknum Saga Sögu Akraness eru svo örfáar færslur sem skrifaðar voru eftir að ég tók saman færslurnar í pdf-skjalið, þ.á.m. svar við aðsendri grein Jóns Torfasonar í Skessuhorn, þar sem hann ber blak af sagnaritara. Í þeirri færslu, Sögunni umfjölluðu, kræki ég í grein Jóns Torfasonar.

Þeir sem ekki hafa fengið sig fullsadda fyrir löngu af sápuóperunni um sögu Sögu Akraness hafa kannski einhver tímasparandi not af þessum tenglum. 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Post Navigation