Berserkir

Af hverju stafar berserksgangur?

Berserkir í samfélagi víkinga

Ætt Egils;  úlfar og berserkir?

Heimildir

Í Ynglinga sögu segir:  „Óðinn kunni svo gera að í orrustu urðu óvinir hans blindir eða daufir eða óttafullir, en vopn þeirra bitu eigi heldur en vendir, en hans menn fóru brynjulausir og voru galnir sem hundar eða vargar, bitu í skjöldu sína, voru sterkir sem birnir eða griðungar.  Þeir drápu mannfólkið, en hvorki eldur né járn orti á þá.  Það er kallaður berserksgangur.“  (ÍF 1941, 17 tilvitnun í Hermann Pálsson. 1994:62-63)

Orðið berserkur er oftast skýrt þannig að það merki „maður klæddur bjarnarfeldi“ (ber vísar til bjarnar og serkur er flík).  En einnig er til skýringin „maður á berum serk“, þ.e. maður sem er lítt klæddur.   Hamrammur á vísast við þann „sem getur skipt um ham“ (orðið er samsett úr ham- og -rammur, sem þýðir sterkur). Svo virðist sem berserkir hafi líka verið kallaðir úlfhéðnar, en úlfhéðinn þýðir „úlfsskinn“. 

Nokkur einkenni berserksgangs eða hamremmi virðast vera;

  • Menn missa alla dómgreind og geta ekki greint milli vinar og óvinar (sbr. 40. kafla þegar æðið rennur á Skallagrím).
  • Menn verða ógurlega sterkir
  • Eftirköstin eru mikill vanmáttur (sbr. 27. kafla þar sem líðan Kveldúlfs er lýst).

  • Stundum eru berserkir ógurlegir ásýndum (sbr. lýsingu á fylgdarmönnum Skallagríms, í  25. kafla).

 
 
Uppfært í apríl 2010
Harpa Hreinsdóttir