Berserkir

Hvað er berserkur?

Af hverju stafar berserksgangur?

Ætt Egils;  úlfar og berserkir?

Heimildir

 

Haraldur hárfagri hafði berserki í sinni þjónustu (sbr. 9.  kafla) enda nýttust þeir vel í orustu þegar æðið rann á þá.  Reyndar hafa berserkir verið beggja handa járn því þeir létu illa að stjórn og var erfitt að ráða niðurlögum þeirra (sbr. viðskipti Víga-Styrrs við berserkina tvo, í Eyrbyggju). 

Berserkir gátu líka verið utangarðsmenn, eiginlega nokkurs konar glæpamenn í samfélaginu. Í Egils sögu er sagt frá sænskum berserki, Ljóti, sem lék lausum hala í Noregi og hafði vegið margan góðan bóndann í hólmgöngu. Ljótur var hinn versti maður en Egill kom honum fyrir kattarnef.  (Sbr. 66. kafla)
 
 
 

 
Uppfært í apríl 2010
Harpa Hreinsdóttir