Yfirnáttúruleg fyrirbæri í Laxdælu

Yfirnáttúruleg fyrirbæri í Laxdælu eru nokkuð mörg. Við ætlum að skrifa um þau helstu. Fyrst bera að nefna drauma Guðrúnar Ósvífursdóttur, en þeir voru þónokkuð merkilegir. Draumarnir voru merkilegir vegna þess að þeir táknuðu eiginmenn hennar. Það merkilegasta við draumana var þó það að þeir rættust allir á þann veg sem Gestur Oddleifsson, frændi Guðrúnar, spáði.

Af öðrum draumum í sögunni má nefna draum Ólafs pá, nóttina eftir að hann lét drepa uxann Harra. Daumurinn var þannig að Ólafi fannst reiðileg kona koma til sín og sagðist hún vera móðir nautsins Harra. Hún sagði við Ólaf að fyrir að drepa son sinn skyldi hún drepa þann son hans sem honum þætti mestur missir að. Þegar Ólafur vaknaði fannst honum hann sjá svip konunnar. Draumurinn rættist því mörgum árum eftir þennan atburð var Kjartan, sem var sá sonur Ólafs sem honum þótti vænst um, veginn.

Ódældarmaðurinn Hrappur kom til Íslands frá Suðureyjum og varð mjög óvinsæll meðal nágranna sinna þar sem hann gat aldrei látið þá í friði. Áður en hann andaðist skipaði hann fyrir að lík sitt skyldi grafið lárétt niður í eldhúdyrunum á Hrappsstöðum. Eftir dauða sinn gekk hann mjög aftur og svo er sagt að hann hafi myrt flest vinnufólk sitt í afturgöngunni. Hrappur gerði margan annan óskunda þrátt fyrir að Höskuldur Dala-Kollsson hafi flutt lík hans á afvikinn stað og bænum á Hrappsstöðum hafi verið eytt. Sumarliði, sonur Hrapps, byggði nýjan bæ á Hrappsstöðum en skömmu seinna tók hann ærsl og dó. Hrappur lét þó ekki þar við sitja heldur olli því að Þorsteinn surtur, mágur hans, drukknaði ásamt tíu öðrum þegar hann var á leiðinni til að setjast að á Hrappsstöðum. Þessu linnti ekki fyrr en Hrappur byrjaði að ásækja húskarl Ólafs pá en þá lét Ólafur grafa lík Hrapps upp og brenna það. Fleiri dæmi eru um draugagang í sögunni þar sem Guðrún Ósvífursdóttir sá fjórða eiginmann sinn, Þorkel Eyjólfsson og menn hans, alla sjóblauta, þrátt fyrir að þeir hefðu drukknað skömmu áður. Þeir gerðu þó engan usla og komu ekki meira við sögu.

Af þeim Kotkeli og Grímu og sonum þeirra, Hallbirni slíkisteinsauga og Stíganda, sem komu úr Suðureyjum, líkt og Hrappur, er það að segja að þau voru göldrótt. Þau höfðu öll mjög göldrótt augnaráð og sem dæmi má taka að þegar Ólafur pá og menn hans ætluðu að drepa Stíganda settu þeir belg á höfuðið á honum svo að hann gæti ekki galdrað með augnaráðinu. En það var rauf á belgnum og leit Stígandi í gegnum hann og upp í fagra og gróðurmikla hlíð. Og það var eins og hvirfilvindur hefði geisað, jörðin snerist við og aldrei óx þar gras aftur. Þetta var mjög yfirnáttúrulegt og var Stígandi og öll hans fjölskylda mjög yfirnáttúruleg.

Svo var það þegar Þuríður, dóttir Ólafs pá, tók dóttur sína og Geirmundar gnýs, Gró, um boð í skip Geirmundar. Þuríður tók sverð Geirmundar, Fótbít, og skildi Gró eftir um borð í skipinu, vegna þess að Geirmundur ætlaði að fara frá þeim án þess að skilja eftir neitt fé. Síðan vaknaði Geirmundur við grát dóttur sinnar og sá að Þuríður var að róa burt frá skipinu. Hann kallaði á hana og bað hana um að láta sig fá Fótbít aftur. Þuríður sagði að hann myndi aldrei fá sverðið aftur. Þá lagði Geirmundur þau álög á sverðið að það yrði þeim að bana í hennar ætt, sem mestur skaði yrði að. Þessi álög rættust svo þegar Bolli drap Kjartan með Fótbít.


Egils Saga Snorra Edda Snorri Sturluson