Loki varð óvinur ása vegna þess að hann drap Fimafeng, þræl Ægis. Þegar æsir ráku Loka út úr veislunni fyrir ódæðið varð Loki fúll og kom aftur inn í veisluna og úthúðaði ásum.
Lokasennu lýkur þegar Þór segist berja Loka í klessu ef hann hypji sig ekki á brott.
Í eftirmála segir að æsir hafi breytt Narfa, syni Loka, í úlf. Narfi reif bróður sinn, Vála, í sig og Loki var bundinn með þörmum hans undir eiturormi. Sigyn, kona Loka, safnaði eitrinu í skál en þegar skálin fyllist þarf hún að losa hana. Þá drýpur eitrið í andlit Loka, kippist hann þá svo til að verða landskjálftar.