Nokkrir nemendur í 4. bekk eðlisfræðideildar sáu um að hanna blaðið og koma öllum textum í html. Þetta eru þeir Grímur, Sigurður Logi og Víðir.
Jafnframt því sem 4.bekkur ML vinnur svona síður vinna nemendur í Framhaldsskólanum í Skógum ýmsar síður um Njáls sögu. Kennarar í báðum skólunum hafa haft náið samstarf og ætlunin er að hittast á Hlíðarenda þann 9. apríl, þegar nemendur beggja skóla verða í Njáluferð. Í gerð Njálusíðna kemur líka við sögu hópur þýskra nemenda sem dveljast mun í ML í hálfan mánuð eftir páskafrí. Við ætlum okkur að nýta krafta þessara gesta í gerð næstu síðna og einnig koma þeir með okkur í Njáluferðina.