Þegar Snorri var 3 ára gamall fór hann í fóstur í Odda hjá stórhöfðingjanum Jóni Loftssyni. Á uppvaxtarárum sínum stundaði Snorri nám í Odda, en á tímum Snorra var Oddi stærsta menntasetrið á Íslandi.
Snorri fluttist í Reykholt árið 1206 og var þá orðinn mikill höfðingi og ríkur. Hann var lögsögumaður á Alþingi 1215- 1218 og svo aftur 1222- 1231.
Snorri skrifaði mörg rit á ævi sinni og var talinn gott skáld. Hann lést árið 1241.