Þegar hnígur húm að þorra...



Æviágrip Snorra Sturlusonar

Snorri Sturluson fæddist í Hvammi í Dölum árið 1179, að því er talið er. Foreldrar hans voru Sturla Þórðarson og Guðný Böðvarsdóttir. Snorri var yngstur þriggja bræðra, sá elsti hét Þórður en sá næstelsti hét Sighvatur.

Þegar Snorri var 3 ára gamall fór hann í fóstur í Odda hjá stórhöfðingjanum Jóni Loftssyni. Á uppvaxtarárum sínum stundaði Snorri nám í Odda, en á tímum Snorra var Oddi stærsta menntasetrið á Íslandi.

Snorri fluttist í Reykholt árið 1206 og var þá orðinn mikill höfðingi og ríkur. Hann var lögsögumaður á Alþingi 1215- 1218 og svo aftur 1222- 1231.

Snorri skrifaði mörg rit á ævi sinni og var talinn gott skáld. Hann lést árið 1241.

Mynd af Snorra Sturlusyni