Menntun Snorra Sturlusonar
Menntun Snorra
Um menntun Snorra Sturlusonar er ekki mikið vitað og eru fáar heimildir um hans bernsku. Snorri bjó í Odda frá þriggja ára aldri og þó að lítið sé vitað um menntun Snorra, þá er víst að þar hafði hann mikla möguleika til náms. Ástæðan er sú að með komu Sæmundar fróða (afa Jón Loftssonar, fóstra Snorra) frá háskólanámi í París varð Oddi eitt helsta menntasetur landsins.
Af þessu má sjá að möguleikar Snorra til náms eru miklir og talið er að fósturfaðir hans hafi búið svo um hnútana í uppeldi Snorra, að hann yrði mikill menntamaður og höfðingi, sem hann varð.
Rit sem Snorri hafði aðgang að
Menntun á miðöldum
Heimsmynd Snorra