Ísland er eyja norðarlega í
Atlandshafi og það má segja að hún sé
á milli Noregs og Grænlands. Sakir þess hve norðarlega
Ísland er á hnettinum þá er frekar kalt og harðneskjulegt
þar. Stór fjöll gnæfa yfir landið, sem er mjög
fjölbreytilegt . Ef hugsað er út í staðsetningu
landsins þá er ótrúlegt hve mikið magn gróðurs
er á landinu. Næst ströndinni og að fjöllum
eru landbúnaðarhéruð þar sem möguleiki
er á fjölbreyttri kvikfjárrækt.
Ísland er mjög ungt land, elstu jarðlög
yfir sjávarmáli eru um 15 milljón ára gömul
sem telst jarðfræðilega ungt. Ísland myndaðist
í mörgum eldgosum, fyrst mynduðust örfáar litlar
eyjar sem síðan urðu fleiri og fleiri og sameinuðust
smátt og smátt í aldanna rás. Fyrir um 70.000
árum varð landið að u.þ.b. einni heillri eyju
en það hefur og er enn að myndast og bæta við sig.[1]
Veðra- og vindasamt er á Íslandi og
skipast oft snögglega veður í lofti. Við strendur landsins
eru breytilegir sterkir vindar sem hafa í för með sér
að erfitt er að komast að landinu án aðstoðar
góðra skipa. Ísland var af þeim sökum landnumið
frekar seint eða ekki fyrr en siglingartæknin varð þróuð
sem varð á 8. öld [2].
Eiríkur
rauði Þorvaldsson fór með pabba sínum frá
Jaðri í Noregi til Íslands og námu þeir
land á Hornströndum og bjuggu á Dröngum
á Vestfjörðum. Eftir lát Þorvaldar ruddi
Eiríkur sér land í Haukadal.
Þar bjó hann á Eiríksstöðum hjá
Vatnshorni. Eiríkur drap tvo menn í Haukadal og var
þá gerður útlægur þaðan.
Þá nam hann land í Brokey og Öxney.
Hann bjó einn vetur í Suðurey, svo flutti hann að
Eiríksstöðum í Öxney. Eiríkur
var gerður útlægur af Íslandi og faldi hann sig
í Dímonarvogi áður
en hann lagði af stað að leita að nýju landi sem
hann hafði frétt af.
[1] Árni D. Júlíusson og Jón
Ó. Ísberg. 1991. Sögu Atlas frá öndverðu
til 18. aldar. Iðunn. Rvk. bls. 18-19.
Björn Þorsteinsson. 1991. Íslandssaga til okkar daga.
Sögufélag. Rvk. bls 11.
Frosti F. Jóhannsson (ritstj.). 1987. Íslensk Þjóðmenning,
uppruni og umhverfi. Bókaútgáfan Þjóðsaga.
Rvk. bls. 104-108.
[2] Björn Þorsteinsson. 1991. Íslandssaga
til okkar daga. Sögufélag. Rvk. bls 11.
Hugrún
Lukka, Sigurbjörg Tinna og
Ragnar Finnur