Ağalsíğa

Gildi landafunda fortíðar fyrir nútímamenn
Hafa landafundir haft  eitthvert gildi fyrir nútímamenn?
Skiptir það máli, að einhver fann lönd í fjarska fyrir mörgum öldum?

Að sjálfsögðu er gildi landafunda ótvírætt. Til dæmis leiddu landafundir til fyrstu nánu tengslanna milli fjarlægra landa og okkar Evrópubúa. Þess vegna eru þeir áhrifamiklir fyrir samtímann og nútímann. Með landafundunum höfum við öðlast miklu meiri víðsýni og þekkingu á staðháttum og náttúruauðæfum annarra þjóða. Þá opnuðust líka nýjar dyr að verslun og viðskiptum, sem við búum að í dag.Verslun og viðskipti stuðla beint og óbeint að friðsamlegum samskiptum landa og ríkja í milli, sem eru bein áhrif landafunda fortíðar. Enn þann dag í dag skiptum við á vöru okkar við aðrar þjóðir líkt og landnámsmenní fortíðinni gerðu, t. d. við indíána. Þá má heldur ekki gleyma því, að sjónarhorn menningar jókst og ýmsir siðir urðu okkur nútímamönnum kunnir.Með siglingum landnemanna var brautin rudd fyrir kynslóðir sem á eftir hafa komið, til ferðalaga um allan heim. Þar hefur komið að góðum notum vitneskjan um lönd og álfur í fjarska. [Myndina tók Guðrún, mamma Kristínar, á víkingahátíð í Haukadal sumarið 2000, og er myndin birt með leyfi hennar.  Sem sjá má mætast þarna nútímamenn og víkingar ...]

Þó að í dag vanti okkur hluta af þeirri spennu og ævintýraþrá sem einkenndi landnámsmenn fortíðar, höfum við nútímamenn ennþá í okkur ævintýraþrá og vilja;  Vilja til að koma á ókunnar slóðir og kynnast menningu og lifnaðarháttum annarra þjóða, gefa frá okkur örlítið af menningararfi okkar og taka með okkur til baka af þeirra menningararfi.

En höfum við gengið til góðs götuna fram um veg?  Um það má svo alltaf deila, en kannski stæðum við ekki í þeim sporum  sem við stöndum í dag, ef forfeður okkar, landnámsmennirnir, hefðu ekki rutt brautina fyrir okkur, nútímamenn. 
 

                          Ragnheiður Guðmundsdóttir

English Page - Landnám - Staðhættir - Persónur - Sagnfræði - Hugleiðingar - Nemendur - Aðalsíða