Fornleifar
á Íslandi
Fyrstu mennirnir
sem talið er að hafi tekið land á Íslandi, eru
írskir einsetumenn, nánar tiltekið; papar. Þeir
lýstu landinu sem eyjunni lengst í norðri, eða norður
við heimskautsbaug, og kölluðu Thule. Þeir voru vanir
að leita eyja í norðurhöfum við lok 8. aldar og
fram á þá níundu, en ekki hafa þó
fundist neinar minjar um vist þeirra á Íslandi. Ef
vera papanna reynist rétt, mun það þó hafa
lítil áhrif á staðfest landnám norrænna
manna, því þeir voru svo fámennir og dreifðir.
Eiríksstaðir
í Haukadal, þar sem Eiríkur
rauði bjó, hafa verið grafnir upp og endurbyggðir.
Þar hefur þó einungis verið búið í
skamman tíma, þar sem staðurinn er lítill og þar
féllu aurskriður. Nálægt bænum eru minjar
um kvennadyngju, þar sem konur spunnu og sinntu verkum sínum.
(Myndin
sýnir rústirnar og líkast til hafa Eiríkur
rauði og heimilisfólk hans gengið á þessari
sömu stétt, eða hellum, sem hér sjást.)
Fornleifar
á Grænlandi
Elstu fornminjar
sem fundist hafa um vist norrænna manna á Grænlandi,
er að finna í Eystribyggð,
þ.e. þar sem Eiríkur rauði byggði bæ sinn,
Bröttuhlíð. Þar hafa einnig fundist leifar af Þjóðhildarkirkju,
kirkju konu Eiríks og hafa kolefnisrannsóknir, sem gerðar
voru á beinagrindum í kirkjugarðinum, bent til loka 10.
aldar (976 ( 50 ár). Þar í Eystribyggð hafa að
auki fundist leifar af u.þ.b. 400 bæjum.
Sams konar
greiningar hafa verið gerðar í Vestribyggð og benda
til búsetu þar í byrjun 11. aldar og hafa fundist leifar
u.þ.b. 100 bæja þar. Þeir, sem hafa getið sér
til um fjölda íbúa á Grænlandi, hafa nefnt
töluna 2000, en aðrir telja að 6000 manns hafi búið
þar um aldamótin 1300 (á 14. öld). Ekki hafa fundist
nein merki um heiðni norrænna manna þar í landi,
en einn kljásteinn hefur þó verið grafinn upp með
áristum Þórshamri.
Fornleifar
á Vínlandi, Hellulandi og Marklandi
Nokkrar minjar
hafa fundist um Vínlandsferðir Grænlendinga, þ.á.m.
á Sandnesi, þar sem fundist hefur gljákolamoli sem
óþekktur er þar í landi, en finnst víða
á Rhode Island, nálægt Boston (austurströnd Bandaríkjanna).
Þar hefur einnig fundist örvaroddur frá Indíánum.
Árið
1960, fundust skýrar minjar frá lífi norrænna
manna á vestanverðum norðurodda Nýfundnalands á
svæði sem kallað er L'Anse aux Meadows, við Fögrueyjarsund.
Þar fundust tóftir húsa úr torfi og grjóti
og byggingarhættirnir eru mjög svipaðir og á Íslandi
og Grænlandi á 10. öld. Voru það þrír
stórir skálar, ásamt fleiri minni húsum, sem
fundust. Staðurinn er talinn mjög sérstakur í víkingamenningu,
þar sem talið er að hann hafi einungis verið notaður
sem skammtímabústaður, en íbúarnir stunduðu
umhverfiskönnun (fóru leiðangra) á stóru
landsvæði í kring. Þeir notuðu staðinn sem
eins konar milliveg að Vínlandi, sem er býsna stórt
svæði.
Talið er
að víkingarnir hafi ferðast til St. Lawrence flóa
og í norðurhluta New Brunswick og safnað að sér
alls konar náttúruafurðum, s.s. vínberjum, viðarklumpum
og smjörviði. Þeir bjuggu á L'Anse aux Meadows, þar
sem engir indíánar voru og gátu þeir því
stundað könnunarferðir öruggir um að konur og börn
væru óhult þar. Búðirnar sem fundust eru
líklega Leifsbúðir, þ.e. þar sem margir Grænlendingar
voru yfir veturna. Við Epaves - flóa hafa einnig fundist hús
og eins konar vinnuskemma víkinganna, þar sem naglar voru
búnir til úr mýrarjárni fyrir um þúsund
árum síðan.
Örstutt
innskot höfunda:
* Kristófer
Kólumbus er talinn hafa heyrt sögur um Vínland áður
en hann lagði af stað yfir til Ameríku á 15. öld.
(Jafnvel heyrði hann þessar sögur á Íslandi
- hafi hann dvalið veturlangt á Snæfellsnesi.) Hann steig
þó aldrei fæti á meginlandið, þrátt
fyrir að hafa verið orðaður við fund Ameríku.
* Nálægt
Boston, Bandaríkjunum, hefur fundist mjög merkilegur peningur
frá tímum Ólafs konungs kyrra (1066 - 93), í
sorphaug frá indíánum sem lifðu við Penobscot-vík.
Þá vakna spurningar um það hve langt suður víkingar
komust í raun og veru.
* Erfðafræðilegar
rannsóknir hafa leitt í ljós að kettir í
Boston og New York, þ.e. litarháttur þeirra, sýnir
meiri skyldleika með íslenska sveitakettinum en öðrum
köttum í Vestur-Evrópu. Talið er að umræddir
kettir sæki uppruna sinn til katta þeirra víkinga er
sigldu til Vínlands. Þeir hafi flúið og kyn þeirra
vaxið þar allt til dagsins í dag.