Egils saga

Egils saga hefst í Noregi um 850 en hún gerist að mestu leyti þar og á Íslandi.

Í Egils sögu segir frá ævi Egils Skalla-Grímssonar og ættum hans allt til ársins 1000. Sagan hefst löngu fyrir fæðingu Egils en fyrstu 30 kaflarnir segja frá erjum forfeðra Egils við konung í Noregi. Þær erjur urðu til þess að Kveld-Úlfur, afi Egils, og Skalla-Grímur, faðir Egils, fluttust til Íslands ásamt skyldfólki og tengdafólki sínu.

Egill fæddist um 910 á Borg í Borgarfirði. Sagan segir af stormasömum uppvaxtarárum hans þar. Hann fór snemma að stunda víkingaferðir með Þórólfi, bróður sínum, en voru þær ferðir oft afdrifaríkar. Egill náði háum aldri og lést um 990. Eftir lát hans er lítillega sagt frá afkomendum hans.

Oft er sagt að Egils saga hafi að geyma tvenns konar efni. Annars vegar sögu frá 13. öld og hins vegar kveðskap frá víkingaöld. Þetta má glöggt sjá við lestur sögunnar. Egils saga er talin vera eftir Snorra Sturluson.





Laxdæla Snorra Edda Snorri Sturluson