Ağalsíğa

Þórhallur veiðimaður
Þórhallur var veiðimaður Eiríks á sumrin en bryti hans á veturna. Þórhallur var mikill og sterkur maður. Hann var með svart hár og frekar klunnalegur í vexti. Þórhallur sagði lítið og blótaði mikið jafnan þegar hann var að tala við Eirík. Þórhallur var heldur ekki kristinn.

Þórhallur fór eitt sinn með Þorfinni karlsefni og Guðríði konu hans og fleiri mönnum, og ætluðu þau að leita Vínlands. Þórhallur var sagður rata mikið um óbyggðir, og því var mjög gott fyrir Þorfinn að hafa hann með sér.

Svo var það einu sinni í ferðinni að Þórhallur veiðimaður hvarf, leitað var hans í þrjá daga og svo fannst hann á hamargnípu einni. Þar lá hann og horfði upp í loftið með gapandi munn og nösum og þuldi eitthvað. Þórhallur fór svo heim með mönnunum en stuttu síðar kom hvalur á land sem Þórhallur hafði þá galdrað til þeirra. Mennirnir átu hvalkjötið en  fór það illa í þá.

Þegar þeir héldu áfram til Vínlands þá vildi Þórhallur fara norður en Þorfinnur suður fyrir landið. Níu manns fóru með Þórhalli en restin með Þorfinni karlsefni.

Á leið Þórhalls og hans manna norður kom á móti þeim vestanvindur og rak þá upp á Írland. Og eftir því sem kaupmenn segja þá var farið illa með þá og endaði Þórhallur veiðimaður líf sitt þar.
 

English Page - Landnám - Staðhættir - Persónur - Sagnfræði - Hugleiðingar - Nemendur - Aðalsíða